Hraunhafnarvatn 17. júlí 2021
- Þorkell Daníel Jónsson
- Jul 17, 2021
- 2 min read
Fallegt eyrnaskraut.

Hraunhafnarvatn er sæmilegasta vatn, 3,4 ferkílómetrar að stærn og dýpst 3 - 4 metrar.
Um nokkurra ára skeið var kennarasambandið með sumarhús á leigu á Raufarhöfn. Á hverju ári sagði ég við eiginkonuna að þarna væri kjörið tækifæri til að dvelja í vikutíma á landsvæði sem við höfum aldrei heimsótt. Ég náði aldrei að vekja áhuga hennar nóg til að það kæmi til að við leigðum húsið. Í sumar áttum við heimboð í þingeyjarsveitina til bróður eiginkonunnar og ákváðum við að þiggja það. Hjá honum og konu hans dvöldum við síðan í um þrjá daga í miklu góðviðri. Þetta góðviðri fyrir norðan í sumar er reyndar með eindæmum. Búið að standa í þrjár vikur samfellt og spáin segir að áfram muni skól skína í að minnsta kosti viku til viðbótar. Ég náði að sannfæra frúna um að viðættum að skjótast á Melrakkasléttuna finnst við vorum nú í næsta nágrenni. Í þetta sinn samþykkti eiginkonan það og við dvöldum tvær nætur á gistiheimilinu Hreiðrið á Raufarhöfn.
Melrakkasléttunni er fjöldi vatna og án efa eru mörg þeirra ágætis veiðivötn. Rétt norðan við Raufarhöfn eru þrjú vötn sem veiðikortið veitir heimild til veiða í. Að sjálfsögðu notuðum við tækifærið og reyndum veiði í einu þeirra á laugardalskvöldinu. Hraunhafnarvatn varð fyrir valinu sem er stærst þessara þriggja vatna. Hin vötnin eru Æðarvatn og Arnarvatn. Í brakandi blíðu gengum við inn með vatninu að ósnum þar sem Hraunhafnará rennur í vatnið. Það var mikil svitaganga. Þegar við héldum að við værum nánast kominn þá plöntuðum við okkur niður og hófum veiðar. Ég gekk fyrir svegju á bakkanum þar sem ég hélt að ósinn væri hinum megin við. Í ljós kom að ég þurfti að ganga aðeins lengra til að komast í ósinn. Þar kastaði ég flugunni Alma Rún út og eftir ekki svo mörg köst náði ég einum punds urriða á land. Mér skilst að urriðinn í vatninu geti orðið nokkuð stór, allt að 6 pund og að bleikjan sé frá hálfu upp í 3 pund.
Áfram hélt ég að kasta. Skyndilega set ég í sennilega þann alstærsta sem ég mun nokkru sinni setja í. Hátt í 200 pund og einstaklega sprækur. Í bakkastinu kræktist flugan í eyrað á mér. Það reyndist mér ómögulegt að losa hana sjálfur enda sá ég ekkert til og flugan pikkföst. Mér skilst að það þyki frekar flott að vera með svona eyrnaskraut svo ég var að spá í hvort ég ætti að láta hana bara vera. Við vorum með töng í farteskinu þannig að eiginkonan beitti henni á fluguskömmina og náði á endanum að losa hana þarna á bakkanum.

Flugan kemur bara vel út þarna og kannski ástæðulaust að fjarlægja hana.
Áfram hélt veiðin með litlum árangri. Við náðum að landa tveimur bleikjum sem voru hálft pund hvor. Heim var haldið við sólarlag.

Sólarlag við einn nyrsta odda landsins.
Comments