top of page

Arnarvatnsheiði 4. júlí 2002

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Jul 6, 2002
  • 1 min read

Hvernig veiðir maður á Otur.


Eiríksjökull

Það er að verða ljóst að Arnarvatnsheiðin er ekki minn staður. Þrisvar hef ég haldið þangað til veiða. Einu sinni með gömlum félaga mínum úr Breiðholtinu. Sú ferð skilaði örfáum fiskum og þeim litlum. Við fórum upp á Arnarvatnsheiðina að sunnanverðu og satt best að segja veitti ekki af öflugum bílum til að komast á leiðarenda þeim megin frá. Maður var eiginlega aðfram kominn þegar maður loks var kominn að skálanum við Arnarvatn litla. Þar sat fyrrverandi nágranni foreldra minna úr Seljahverfinu einn manna. Hann reyndist vera mjög svo hrifinn af Arnarvatnsheiðinni til veiða og frásagnir hans hljómuðu eins og hann þekkti heiðina vel. Aðrir voru ekki við veiðar á heiðinni.


Einn af þeim svo voru með í þessum veiðitúr kom með veiðafæri sem kallast Otur. Hér er lýsing á því hverngi veiða má á slíkt veiðafæri.




Comments


bottom of page