top of page

Gufudalsá 12. og 13. júlí 2002

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Jul 14, 2002
  • 1 min read

Á einum stað fannst fiskur.



Mér þótti dýrt leyfið í Gufudalsá en við Guðrún ákváðum samt að slá til þegar vinafólk okkar lagði til að við færum þangað í veiði. Þarna dvöldum við síðan í tvo daga í ágætu veiðihúsi með vinafólki og freistuðum þess að veiða bleikju. Mér skilst að veiðileyfin í þessari á séu eftirsótt þannig að það hlýtur að fara einhverjum sögum af meiri fiski en við urðum vör við. Við fundum fisk aðeins á einum stað eða í Rennunni sem er ofarlega í ánni. Þar náði ég að landa þremur eða fjórum bleikjum en þær voru smáar. Við vorum þarna í byrjun veiðitíman og sennilega vorum við bara of snemma á ferð.



Comments


bottom of page