top of page

Heiðarvatnið 23. júlí 2009

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Jul 24, 2009
  • 1 min read

Þrjár ferðir í Heiðarvatnið í ár.


ree

ree
Þessi fallega tófa heilsaði okkur í ferðinni upp að vatni. Hún gaf okkur gott tóm til myndatöku á meðan hún virti okkur fyrir sér.

Ég fór þrisvar upp að Heiðarvatninu þetta árið. Fyrst þann fyrsta júlí og þá var Sigurbjörg tengdamóðir mín með í för. Hún hafði ekki komið upp að vatni í þrjátíu ár. Þegar við erum komin vel áleiðis upp að vatni birtist eitt tófugrei fyrir framan bílinn og starði á okkur í forundran nokkra stund áður en hún hljóp sína leið. Sigurbjörg hafði á orði að þessi sýn minnti hana á Halla tengdaföður minn sem á sinni tíð í dalnum hafði marga tófuna skotið. Halli lést á brúðkaupsdaginn okkar hjóna þetta vorið.


Venjulega höfum við tínt ber og heimsótt Heiðarvatnið sömu helgina. Oftast nær um miðjan ágúst. Í þetta sinn fórum við með litlu krökkunum upp að vatni þann 23. júlí og þau léku sér við vatnið. Ég varð síðan eftir og ætlaði mér að moka upp fiski. Það gerðist nú ekki en fékk þó einn urriða sem var tvö pund. Eiginkonan sem hefur séð margan fiskinn úr Heiðarvatninu hafði á orði að þessi urriði væri ólíkur þeim sem sem áður veiddust. Getur verið að hann sé úr sleppingu?

Þriðja ferðin var farin þegar veturinn var farinn að setjast að þann fjórða október. Að þessu sinni var ég vopnaður myndavél en ekki veiðistöng. Tilgangur ferðarinnar var að ná myndum af fjöllunum í kring í haustskrúða sínum.


ree
Þessir herramenn heilsuðu okkur í eitt skiptið á leið upp að vatni. Þeir voru nú staddir þar sem þeir áttu ekki að vera.

ree
Börnin að leik við Heiðarvatnið.


Comments


bottom of page