top of page

Hreðavatn 3. ágúst 2013

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Aug 3, 2013
  • 1 min read

Leiðindarok við Hreðavatn.


ree

Það fer fáum sögum af veiðiskap þetta sumarið enda hefur enginn tími gefist til veiða. Við hjónin gáfum okkur þó tíma til að dvelja eina helgi í Brautarlæk í byrjun ágúst. Veðrið var svo sem ekkert sérstakt en okkur langaði til að bleyta í færi. Við fórum í leiðinda roki í Hreðavatn á laugardagskvöldinu. Veiðin var engin en þörfinni fyrir útiveru var svalað. Á myndinni er horft yfir vatnið í austurátt. Sennilega er það Hallarmúlinn sem kvöldsólin fellur svona skemmtilega á.

Comments


bottom of page