Hítará, Grjótá og Tálmi 4. júlí 2012
- Þorkell Daníel Jónsson
- Jul 5, 2012
- 1 min read
Updated: Jun 27, 2022
Sársaukinn, maður minn!

Við áttum tvo veiðidaga í byrjun júlí í Grjótá og Tálma. Dvöldum í veiðihúsinu við Húshylinn við Grjótá. Veðrið þessa veiðidaga var hreint dásamlegt en veiðin var lítil. Við náðum þó að setja í lax ofarlega í ánni en sá slapp strax. Neðar settum við aftur í lax og þeim fiski var landað. Veiðfélagar okkar voru vinafólk okkar. Því miður var ég ekki í nógu góðu standi í þessari veiðiferð því ég var að jafna mig eftir axlaraðgerð og átti ferðin heldur betur eftir að hefna sín. Ég gat kastað flugunni en sennilega hefði ég betur sleppt því vegna þess að í kjölfar veiðiferðarinnar hraðversnaði mér í öxlinni og endaði það með annarri aðgerð. Sennilega hefur það þó gert útslagið að ég datt á öxlina í einu gilinu og sásaukinn maður minn.


Comments