Ketuvötn 20. júlí 2011
- Þorkell Daníel Jónsson
- Jul 20, 2011
- 1 min read
Tregur var hann fyrst en síðan...


Um miðjan júlí fórum ég, Guðrún og Lilja í Ketuvötn á Skagaheiði. Við tjölduðum okkar fína hústjaldi á Blöndósi og ókum þaðan í vötnin. Veiddum frá hádegi og fram á kvöld. Veðrið var afskaplega gott og notalegt að vera við veiðar við vatnið. Það eina sem truflaði var flugan sem sótti mjög að okkur. Fiskurinn var tregur framan af en skyndilega gerðist eitthvað og hann byrjaði að taka. Að degi loknum héldum við ánægð til baka í hústjaldið okkar með 19 silunga.




Comments