top of page

Selá í Steingrímsfirði 28. - 29. ágúst 2011

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Aug 29, 2011
  • 1 min read

Svitaganga inn í botn.


Vegna þess hve lítið var í ánni gátum við ekið býsna langt inn á dalinn. Síðan var þó nokkur ganga áfram inn eftir.

Laxinn þreyttur í hylnum.

Þrátt fyrir hrakfarirnar 2009 var Selá heimsótt að nýju sumarið 2010. Að þessu sinni var lítið í ánni og blíðskaparveður. Ég og félagi minn ákváðum að aka eins langt og mögulegt var inn eftir dalnum og ganga þaðan þar til ekki verður lengra komist. Þetta var mikil svitaganga. Á meðan reyndi sá þriðji í hópnum fyrir sér neðar í ánni. Þarna innfrá eru þó nokkrir vænlegir hyljir en aðeins einn þeirra reyndist geyma fisk. Fjórir laxar lágu við rauðan stein og einn þeirra þáði það sem ég hafði að bjóða. Maðk úr Laugarneshverfinu. Eftir hádegi rölti félagi okkar þarna inneftir og náði tveimur þessara laxa en sá fjórði þáði ekki neitt. Undir kvöld náðist fjórði laxinn neðar í ánni. Allt voru þetta smálaxar en hvar var bleikjan? Enginn hafði séð eina einustu bleikju þessi þrjú sumur.


Comments


bottom of page