top of page

Steinsmýrarvötn 6. - 8. júlí 2009

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Jul 9, 2009
  • 1 min read

Updated: Jul 4, 2022

Margir fiskar og mikil bleyta.


Veiðideild Smíðaklúbbsins Granda ákvað að skella sér í Steinsmýrarvötn dagana 6. – 8. júlí. Okkur skildist að á þessum tíma væri sjóbirtingurinn ekki mættur í vötnin en það væri staðbundinn silungur í vötnunum. Við höfðum aldrei veitt í þessum vötnum áður þannig að við renndum frekar blint í sjóinn. Félagi Valli plantaði sér niður á svæði fjögur og sat þar nánast allan tíman. Við hinir vorum hreyfanlegri og könnuðum svæðið víðar.

Það skal nú viðurkennast að við vorum ekkert allt of hrifnir af aðstæðum við vötnin því það var hvergi hægt að tylla sér niður endaer verið að veiða í mýri. Hitt skal einnig viðurkennast að við veiddum vel, eiginlega bara vandræðalega vel því í næsta húsi við okkur dvaldist fólk sem við könnuðumst við og voru að veiðum í Grenlæk. Þau fengu ekki einn einasta titt á meðan við fylltum frystikistuna sem þarna var fyrir bæði húsin. Þegar upp var staðið sló Smíðaklúbburinn veiðimet sem á án efa eftir að standa lengi. Hundrað og sex silungar að mig minnir komu á land.


Minnisstæðast frá ferðinni var stærsti flugufiskurinn sem ég hafði fengið en þar reyndist vera fjögurra punda urriði sem tók í ársprænunni ofan við brúna. Félagi Valli veiddi óhemju vel á svæði fjögur og var eiginlega aðframkominn þegar veiði lauk. Sjálfur landaði ég um 35 silungum en fimm þeirra fengust í Aðalsmannsvatni.




Comments


bottom of page