Tangavatn 30. júní 2018
- Þorkell Daníel Jónsson
- Jun 30, 2018
- 1 min read
Loksins hitti ég einhvern við Tangavatn

Ég hef einsett mér að segja frá öllum veiðiferðum hversu tíðindalausar sem þær eru. Á laugardaginn gerði ég mér morgunferð upp á Holtavörðuheiði í Tangavatn. Það var logn og væta. Kjörið veður til veiða. Ég hef nokkrum sinnum veitt í þessu vatni og aldrei hitt nokkurn mann við vatnið. Þangað til núna.
Þarna voru tveir menn á ferð á voldugu fjórhjóli. Þeir gáfu sig á tal við mig enda í sömu erindagjörðum og ég. Að reyna að ná í fisk. Í stuttu máli þá veiddu hvorki ég né þeir eina einustu bröndu. Það var einhver fiskur þarna því ég sá hann vaka einum fjórum til fimm sinnum.



Comments