top of page

Hark the Herald Angels Sing

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Jan 6, 2022
  • 2 min read

Updated: Aug 1, 2023

Lag: Felix Mendelsshon Texti: Charles Wesley



ree

Þessir fjórir eru ábyrgir fyrir lagi og texta eins og flutt er í dag. Frá vinstri, Wesley, Whitefield, Cummings og Menelsohn.


Sálmurinn Hark the Herald Angels Sing var saminn árið 1739 af einum af stofnendum meþódistakirkjunnar George Wesley. Sálmurinn var hugsaður sem jólasálmur og átti að flytjast við rólegt og hátíðlegt lag sem Wesley hafði látið semja. Textinn sem oftast er fluttur í dag hefur tekið nokkrum breytingum frá þeim texta sem Wesley samdi. Fyrstu breytingarnar gerði félagi Wesleys í meþódistakirkjunni George Whitefield árið 1753 en síðan hafa verið gerðar nokkrar breytingar til viðbótar.


Lagið sem var í upphafi hugsað með textanum er löngu gleymt og grafið og í staðinn er fluttur annar þáttur candötunnar Festgesang sem Felix Mendelsohn samdi árið 1840. Árið 1855 aðlagaði William H Cummings lag Mendelsohns að textanum og er það sú útgáfa sem við þekkjum með textanum í dag.


Textinn er byggður á Lúkasarguðspjalli 2. kapítula þar sem segir frá komu frelsarans. Textinn byrjar á orðinu Hark sem á þessum tíma var eins konar upphafsorð til að ná athygli þeirra sem áttu að hlusta. Upphafssetning enska textans myndi því þýðast: „Hlustið á söng englanna“. Þegar ég var að skrifa upp og læra að spila útgáfuna sem fylgir þessari grein fór ég að leita að íslenskum texta í stað enska textans. Fann engan svo ég spyr tónmenntakennarann á kennarastofunni í Breiðagerðisskóla hvort hann þekki textann við Hark the Herald... og hann svarar: „Já Harkaðu af þér Haraldur“. Ég bæti við línu; „hér mun geisa faraldur“. Við lok vinnudags berst mér póstur frá tónmenntakennaranum sem hafði samið framhald sem allt fjallar um vandræðin sem kórónuveiran er að valda þessi árin. Ég leyfi mér að birta þann texta hér einnig. Reyndar mundi tónmenntakennarinn eftir ágætum íslenskum texta eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka, Friður, friður frelsarans.



Ef þú vilt nóturnar þá eru þær hér.



Enski og íslenski textinn

Enski textinn

Hark the herald angels sing. "Glory to the newborn King!

Peace on earth and mercy mild

God and sinners reconciled"

Joyful, all ye nations rise

Join the triumph of the skies

With angelic hosts proclaim:

"Christ is born in Bethlehem"

Hark! the herald angels sing:

"Glory to the newborn King!"

Christ by highest Heav'n adored

Christ the everlasting Lord!

Late in time behold Him come

Offspring of a Virgin's womb

Veiled in flesh the Godhead see;

Hail the incarnate Deity Pleased

as man with man to dwell

Jesus, our Emmanuel

Hark! the herald angels sing:

"Glory to the newborn King!"

Hail the Heav'n-born Prince of Peace!

Hail the Son of Righteousness!

Light and life to all He brings

Ris'n with healing in His wings

Mild He lays His glory by

Born that man no more may die

Born to raise the sons of earth

Born to give them second birth

Hark! the herald angels sing:

"Glory to the newborn King!"


Charles Wesley

Íslenski textinn

Friður, friður frelsarans, finni leið til sérhvers manns. Yfir höf og yfir lönd almáttug nær drottins hönd. Hans er lífið, hans er sól, hann á okkar björtu jól. Börn við erum börnin smá, börn, sem Drottinn vakir hjá. Börn við erum börnin smá, börn, sem Drottinn vakir hjá.

Friður, friður fögur jól, frelsarinn er vörn og skjól. Verum örugg, verum trú, verum glöð á jólum nú. Veitum öðrum von og yl vermum allt sem finnur til. Börn við erum börnin smá, börn, sem Drottinn vakir hjá. Börn við erum börnin smá, börn, sem Drottinn vakir hjá.

Friður sé um fold og haf friðarboðskap Jesús gaf. Fátækur hann fæddur var, faðir ljóssins þó hann var. Ljóssins faðir, ljós þín skær lýsi öllum nær og fjær. Börn við erum börnin smá, börn, sem Drottinn vakir hjá. Börn við erum börnin smá, börn, sem Drottinn vakir hjá.


Ingólfur Jónsson frá Prestbakka

Covidtextinn

Harkað‘af þér Haraldur, hér mun geisa faraldur. Einangrun og einvera er ekki ætluð handa þér. Spritta hendur, sprauta og skrúbba, sprikla svo um sveitta klúbba. Smitin fljúga fylgsnum úr, fjúkum bak við næsta skúr. Höfuð, herðar, hné og tær hérna var það allt í gær.

Bóluefnin blíð og góð bæta okkar pilt og fljóð. Gleðin ei skal glatast mér gaman hef ég hér með þér. Nú skulum við skemmta okkur, skólans góði gleðiflokkur. Ansans veiran, ansi þreytt á mig bítur ekki neitt Harkað‘af þér Haraldur, hér er ennþá faraldur.


Comments


bottom of page