top of page

Ég verð heima um jólin

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Dec 30, 2024
  • 1 min read

Lag: Buck Ram og Walter Kent. Texti: Buck Ram og Kim Gannon

Bing Crosby tók lagið „I´ll be home for Christmas“ upp í október árið 1943 ásamt John Scott Trotter Orcestra. Árið 1943 var seinni heimstyrjöldin í algleymi og fjöldi amerískra drengja fjarri heimilum sínum yfir jólin. Heimþráin hefur án efa sótt að mörgum hermanninum og um það fjallar textinn. Lagið er jólaklassík dag og útgáfurnar eru orðnar æði margar. Á Spotify er lagið í fjórtánda sæti yfir fjölda útgáfa af jólalagi og útgáfurnar á streymisveitunni eru orðnar 9.318 talsins.


Kent og Gannon eiga heiðurinn af laginu og textanum en Ram er alltaf nefndur sem meðhöfundur þótt hann eigi ekki nokkurn hlut, hvorki í lagi né texta. Ástæðan er málsókn útgáfufyrirtækis hans á hendur Gannon og Kent. Málsóknin er víst tilkomin vegna þess að Ram hafði samið lag og texta til móður sinnar með sama þema árið áður og leyft þeim félögum, Gannon og Kent að heyra það. Lögfræðin er skrítin skepna því lag og texti Rams er ekkert líkt lagi Gannons og Kents. Það má samt færa rök fyrir því að Gannon og Kent hafi stolið hugmyndinni.


Ég ákvað að spreyta mig á laginu til að fjölga í hljómasafninu hjá mér. Síðan er ég með einhverja dellu fyrir að vilja hafa íslenska texta svo ég samdi texta við lagið. Ef þig langar til að spreyta þig þá er hljóma- og textablað fyrir neðan myndbandið.



Til að áhugasamir geti glöggvað sig á laginu þá má heyra það í flutningi Crosby´s hér.



Comments


bottom of page