top of page

Vötnin 31. júlí - 2. ágúst 2018

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Aug 4, 2018
  • 1 min read

Updated: Aug 13, 2023

Erfið fluguveiðivötn


Smíðaklúbburinn ákvað að endurtaka leikinn frá því í fyrra og halda til veiða í þessum ónefndu vötnum. Aksturinn var langur og sérstaklega strangur sökum ferðamanna á Dacia Duster smábjepplingum sem óku um þjóðvegina með rykkjum og skrykkjum. Ég er satt best að segja ekki hissa á óþægilega tíðum fréttum af slysum þar sem ferðamenn eiga í hlut. En nóg um það og rétt að snúa sér að veiðinni.

Örn skyggnir hyl í nálægri á.

Reynslan frá því í fyrra kenndi mér að vötnin eru ómöguleg fluguveiðivötn. Okkur gengur ekkert að fá silunginn í vötnunum til að taka fluguna þannig að hún var minna reynd fyrir vikið. Það er örugglega með þessi vötn eins og önnur að fiskurinn leitar á ákveðna staði í vötnunum og sá fiskar vel sem finnur þá staði. Ég náði að landa þremur bleikjum og níu urriðum í þessari ferð og stærðinn var frá 0,5 kg up í 1,2 kg. Ekki man ég nú fjölda fiska hjá hinum félögum smíðaklúbbsins en hópurinn hafði landað þegar upp var staðið rúmlega 50 silungum.


Í fyrra fundum við vænar bleikjur þar sem þær lágu í vík einni. Að sjálfsögðu könnuðum við hvort þær lægju þar enn ári síðar. Það reyndist svo vera og í næstu vík lá annar hópur. Að sjálfsögðu var flugunni kastað á þær með engum árangri fyrri daginn en daginn eftir náði einn úr hópnum tveimur þeirra á land og síðan einni til viðbótarmorguninn eftir. Þær voru teknar á flugu þannig að fluguveiði í þessum vötnum er ekki alveg vonlaus.



Comments


bottom of page