top of page

Þingvallavatn 12. júní 2022

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Jun 14, 2022
  • 1 min read

Við hjónin vorum búin að djöflast í garðinum alla helgina en seinni partinn á sunnudeginum var veiðdótinu skutlað inn í bíl og ekið að Þingvallavatni eins og svo oft áður. Bílnum var lagt austan við Arnarfell og gengið norður fyrir fjallið. Við komum síðan niður að vatninu við Ólafsdrátt. Ég hef í þrígang reynt veiði á þessum stað en ekki gert neitt sérstaka veiði. Guðrúnu fannst svæðið fallegt og ekki skemmdi fyrir að við höfðum það alveg út af fyrir okkur. Vindur var lítill. Sú litla gola sem var stóð að vestan. Hitinn var 16 – 18 gráður þegar veiði hófst en hafði fallið niður í átta gráður þegar við hættum veiði um tíuleitið.



ree

Ég byrjaði að kasta norðanvert á veiðisvæðinu. Flugan Pheasant tail varð fyrst fyrir valinu. Strax í fyrsta kasti tekur 2,6 punda urriði fluguna hjá mér og skömmu síðar tekur 1,2 punda urriði spinnerinn hjá Guðrúnu. Ég ákvað að vaða eftir norðurhlið Arnarfellsins og veiða bakkann til baka. Vaðstafurinn sem ég vann í happadrætti hjá Stangveiðifélagið Reykjavíkur fyrir þrjátíuárum síðan kom núna að góðum notum. Stafurinn sá hefur legið ónotaður inni í skáp síðan þá en núna ákvað ég að prófa hann. Botninn í Þingvallavatni getur nefnilega verið leiðinlegur. Sumarið 2020 fékk ég ágæta kuðungableikju í víkinni austan við Búr en núna fékkst ekkert í henni. Örlítið austar tók þó ein sem slapp og stuttu síðar önnur. Sú tók fluguna Frisco. Henni náði ég að landa og reyndist hún 1,5 pund.




ree

Comments


bottom of page