top of page

Brautarlækjarannáll 2014

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Oct 6, 2014
  • 4 min read

ree
Lilja horfir til norðurs inn að Sanddalstungu.. Sanddalur henni á vinstri hönd

Páskar 12. - 20. apríl 2014


ree

Vorið er ekki komið í Norðurárdal fremra. Hiti hefur verið 0 til mínus 3⁰C. Á skírdag og förstudaginn langa var hvasst og gekk á með éljum. Á páskadagmorgun var jörð orðin alhvít og það var éljagangur af og til.


Á laugardag renndum við yfir í Knarrrarhöfn að hjálpa til við að rífa veggi á efri hæðinni í íbúðarhúsinu sem systir Guðrúnar og eiginmaður hennar eru að gera upp. Ferðin yfir brekkuna gekk vel en þó var blint og hálka á hábrekkunni. Við Guðrún klipptum neðan af þremur öspum og tókum aflklippurnar með yfir í Knarrarhöfn. Vatnsmálin voru fín. Létum streyma í níu tíma út í læk á fimmtudaginn. Það skilaði okkur nothæfu vatni. Við mættum þó láta streyma meira. Lappi greyið átti eftitt með að bera sig um þetta litla hús því hann var að jafna sig eftir geldingu og var með heljarmikla hlíf á hausnum.


Í Brautarlæk voru Guðrún, Keli, Lilja og Lappi.




Hvítasunnuhelgin 7. - 9. júní 2014


ree

Vorið er ekki komið í Norðurárdal fremra. Hiti hefur verið 0 til mínus 3⁰C. Á skírdag og förstudaginn langa var hvasst og gekk á með éljum. Á páskadagmorgun var jörð orðin alhvít og það var éljagangur af og til.


ree

Á laugardag renndum við yfir í Knarrrarhöfn til að hjálpa til við að rífa veggi á efri hæðinni í íbúðarhúsinu sem systir Guðrúnar og eiginmaður hennar eru að gera upp. Ferðin yfir brekkuna gekk vel en þó var blint og hálka á hábrekkunni. Við Guðrún klipptum neðan af þremur öspum og tókum aflklippurnar með yfir í Knarrarhöfn. Vatnsmálin voru fín. Létum streyma í níu tíma út í læk á fimmtudaginn. Það skilaði okkur nothæfu vatni. Við mættum þó láta streyma meira. Lappi greyið átti eftitt með að bera sig um þetta litla hús því hann var að jafna sig eftir geldingu og var með heljarmikla hlíf á hausnum.


Í Brautarlæk voru Guðrún, Keli, Lilja og Lappi.


Sumarfríið 15. - 19. júlí 2014


ree

Guðrún, Keli og Lilja komu á þriðjudagskvöldi í Brautarlæk. Á miðvikudeginum var farið að Hvammi og ég skilinn eftir því ég ætlaði að hjálpa til í Knarrarhöfn. Guðrún og Lilja dvöldust á meðan í Brautarlæk með Dísu og börnum. Veðrið bauð ekki upp á mikla útiveru þótt það væri sæmilega hlýtt, tólf gráður. Hópurinn fór saman í Borgarnes og krakkarnir léku sér á Bjössaróló. Síðan var farið handverksbúðin Ljómalind.


Sumarfríið 20. – 25. júlí 2014


ree

ree

Það var nokkuð hlýtt þessa júlídaga en blautt. Hiti 14 – 18 gráður. Það stytti upp inn á milli. Ég skrapp í Langavatn á sunnudeginum og hafði tvær litlar bleikjur upp úr krafsinu. Skiptum um tvær rúður í stofunni. Náðum ekki að klára rúðuskiptin en gerum það næst.


Gengum upp á Grábrók og niður að Glanna og að sjálfsögðu var hinn hefðbundni göngutúr upp á brú tekinn. Þegar við skutluðum Ingu Dís til baka fengum við að renna fyrir lax í ónefndu ánni og náðum þremur löxum á land. 2,5 p, 4 p og 6 p.


Verslunarmannahelgin 1. - 4. ágúst 2014


ree

Það hefur verið prýðisgott veður um helgina. Þurrt á föstudag, sunnudag og mánudag en skúrir og það töluverðar á laugardag. Þann dag sneru Guðrún, Sigurbjörg og Lilja á veðurguðina og gerðu sér ferð vestur í Dali. Þar hitti Sigurbjörg fólk sem hún kynntist árið 1953 þegar hún var í ráðsmennsku á bænum Vogi á Fellsströnd. Fólkið sem um ræðir voru börn Elsu á Arnarbæli sem er næsti bær við Voga. Þær óku sem sagt niður að Arnarbæli og hittu þrjú af þeim börnum sem fengu rjómabollur hjá Sigurbjörgu fyrir um það bil sextíu árum. Á meðan ferðalagi þeirra stóð lágu Keli og Lappi í leti í Brautarlæk eins og þeirra er von og vísa.


ree

Í þessari ferð kláruðum við að skipta um glerlista á tveimur gluggum í stofunni og máluðum sex glugga. Hittum Gunnar í Króki þar sem hann var að brasa við að smíða hlíf utan um sorpið. Nú á víst að fara að flokka í Borgarbyggð. Sigurbjörg gekk upp að Króksfossi.




Berjatímínn 15. - 17. ágúst 2014


ree

ree

Við fórum í heiðarvatnið á laugardeginum. Það var norðanátt og frekar hvasst. Hiti 8 – 11 gráður. Veiðin var bráðskemmtileg því tveir stórir urriðar og annar minni náðust á land.


Á sunnudag var sól og breytileg átt og hiti um 15 gráðurnar, dásamlegt veður. Ég gekk með girðingunni og sló niður staura því ein tvílemba hafði sloppið inn. Síðan tíndum við bláber. Það varreyndar ekki mikið af þeim því þau hefðu viljað meiri sól í sumar. Krökkt var af krækiberjum.






Haustferð 12. - 14. september 2014

ree

ree

Haustið er farið að gera vart við sig. Litir þess eru orðnir áberandi. Það var samt sæmilega hlýtt þessa helgina. Berin eru ennþá góð til átu þannig að næturfrost hefur ekki náð að skemma þau.


Á laugardeginum gengum við Guðrún, Lilja og Lappi upp á Sveinatungumúla. Lögðum upp um nónbil frá Brúartúninu þar sem kúnum í Sveinatungu var stundum beitt. Röltum í rólegheitum upp múlann og komum niður rúmlega sex um eftirmiðdaginn. Sennilega er tófugreni í klettunum ofarlega fyrir miðjum dal því þar hljóp tófugrey undan okkur.


Frágangsferð 4. og 5. október 2014

Komum á laugardagskvöldi gagngert til að ganga frá fyrir veturinn. Skýfall lýsir best veðrinu þegar við komum. Á sunnudeginum var sjö gráðu hiti og bjart á sunnudeginum.

Comments


bottom of page