Brautarlækjarannáll 2026
- Þorkell Daníel Jónsson
- 4 minutes ago
- 1 min read

Janúar
Kuldaboli kreisti fyrstu helgi ársins þegar við fórum öll fjögur í Brautarlæk seinni part nýársdags. Ég þurfti ekki að vinna föstudaginn og Guðrún gat unnið í fjarvinnu. Harpa var einnig í fríi og Lilja þurfti að lesa fyrir próf. Hún lét sig hafa það að lesa með okkur hin að vesenast í kringum hana. Himinn var heiður og tunglið fullt. Sólin var samt ekki sýnileg því vegna þess að núna nær hún varla að rísa upp fyrir sjóndeildarhringinn. Vindur var stilltur og frost í kringum tólf gráðurnar. Já það viðraði vel fyrir innivinnu.

Verkefni helgarinnar buðu ekki eingöngu upp á innivinnu. Verk
efnið var að smíða og setja upp hillur inn í sjónvarpshornið í stofunni. Við ætluðum ekki að kosta miklu til svo við sóttum bara mótatimbur út í timburstaflann við gáminn. Meira var nú ekki gert í framkvæmdum þessa fyrstu helgi ársins. Við áttuðum okkur á að ein gólfhitamottan hitnar ekki. Það er mottan í herbergi Imbu og Kristjáns.

Við röltum niður að Beinhól. Þar er kominn grunnur að húsi. Það er svo sannarlega ánægjulegt að sjá að núna er ýmislegt að gerast í endurbótum og nýbyggingum í kringum okkur. Sveinatunguhúsið er orðið glæsilegt. Háreksstaðahúsið er orðið stórgott og það á greinilega að byggja nýtt hús á Beinhólnum.



Comments