top of page

Brautarlækjarannáll 2015

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Aug 15, 2015
  • 1 min read

ree

Brautarlækjarannáll 4.- 11. júlí 2015

Við komum við í Brautarlæk þann 18. apríl til að setja rafmagnið á. Gistum ekki. Komum síðan ekki aftur fyrr en í júlí.


Stöðug norðanátt og töluvert hvöss. Slógum grasbleðilinn við úsið og grasbalann við lækinn. Dagbókarritari skrapp í Hítarvatn og hafði fimm urriða upp úr því krafsi. Lilja og dagbókarritari skruppu síðan í Hreðavatn. Tilgangurinn var að kenna Lilju að kasta flugu. Fimm litlir silungar komu á land. Átta laxar lágu undir brúnni og Lappi fann örugglega lyktinga af þeim. Slógum lúpínuna á hólnum.


ree

Brautarlækjarannáll 14. - 18. júlí 2015

Hún er ergjandi þessi þaulsætna norðanátt. Mikill snjór er enn í Baulunni. Við höfum ekkert gert að gagni í þessari ferð. Röltum meðfram ánni og kíktum eftir laxi og hann vantaði sko ekki. Töldum eina tuttugu í brúarhylnum í sviphendingu.


Á fimmtudeginum fóru ég, Guðrún og Lilja í Hólmavatn og náðum tveimur urriðum í kuldanum. Annan dag fórum við í Tangavatn og þar setti Lilja í stóra bleikju sem hún því miður missti. Rifum upp lúpínu við lækinn í norðausturhorninu.


ree


Pípulagnir 7. - 9. ágúst 2015

Við síðustu brottför gleymdi ég að slökkva á brunndælunni og þegar við Guðrún komum í hús á föstudeginum var vatn á gólfinu við uppþvottavélina. Kraninn sem hleypir vatninu út í holu hafði gefið sig. Það var eiginlega hundaheppni að ekki var allt á floti. Á laugardeginum skiptum við um kranann.


Við gerðum okkur ferð heiðarvatnið og veiddum vel. Norðaustanátt þega veiðar hófuns en hrein austanátt þegar þeim lauk.


Lokuðum síðan húsinu 25 október en gistum ekki.


ree

Comments


bottom of page