top of page

Þingvallavatn 17. júní 2014

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Jun 18, 2014
  • 1 min read

Þjóðhátíð á Þingvöllum


Hér erum austanvert í vatninu örlítið norðan við Ólafsdrátt. Hér er vel aðdjúpt en þegar við kíktum fram af bökkunum sáum við bleikjurnar synda í makindum meðfram bakkanaum.

Fjöldi veiðimanna hafði hugsað eins og ég og félagi minn en það var að fagna þjóðhátíð í Þingvallavatni þann 17. júní 2014. Veðrið var hreint frábært, hlýtt, logn og skýjað.


Við ákváðum að prófa að veiða á nýjum stað, í Davíðsgjá eða Gjáendum. Ég átta mig ekki alveg á því hversu sunnarlega við vorum komnir þannig að ég er ekki viss um að ég fari alveg rétt með staðarheiti hér. Enduðum sem sagt á því að klöngrast í klettum og veiða við frekar önugar aðstæður fyrir fluguveiðar. Lítið pláss fyrir bakkastið. Við sáum strax að þarna var fiskur því bleikjurnar syntu meðfram klettunum í krystaltæru vatninu. Það var falleg sjón og nú var bara að bjóða þeim eitthvað sem þær hefðu áhuga á. Ekki tókst það svo við færðum okkur norður eftir bakkanum þar sem aðstæður eru betri.


Við náðum eftir frekar langa mæðu að setja í sex bleikur. Fjórar þeirra komu á land. Við þrjóskuðumst við í töluverðan tíma og reyndum fjölmargar flugur. Bleikjan var vandlát en best virtist henni líka Pheasant tail og Peacock. Ein bleikjan tók Frisco. Synd væri að segja að það hafi verið rífandi gangur í þessu hjá okkur þannig að okkur fór á endanum að leiðast þófið og héldum á kunnuglegri slóðir. Ókum fyrir Arnarfellið og veiddum af malarbakkanum þar. Þar lönduðum tveim smáum bleikjum á Pheasant tail rétt áðum en við héldum heim.





Comentarios


bottom of page