Þingvallavatn 18. júlí 2023
- Þorkell Daníel Jónsson
- Jul 18, 2023
- 1 min read
Stórar bleikjur og blómstrandi blágresi

Aðstæður hafa verið einhvern vegin verið þannig að ég hef ekki látið sjá mig á bökkum Þingvallavatns fyrr en núna. Júní var lengi vel kaldur sunnanlands svo mér fannst ekki taka því að reyna að veiða í vatninu. Síðan kom júlí en þá var ég ekki staddur í bænum. Við hjónin þurftum þó að skjótast í bæinn og að sjálfsögðu notaði ég tækifærið og heimsótti vatnið.
Veðrið var eins og sjá má á myndunum algerlega frábært. Í mesta lagi andvari og stundum datt í dúnalogn. Oft hefur maður heyrt að þetta séu vonlausar aðstæður til veiða en það er ekki endilega mín reynsla. Ég hef til dæmis gert ágæta ferð í Þingvallavatn einmitt í svona aðstæðum. Að þessu sinni var áhugi bleikjunnar á flugunum sem ég bauð henni enginn. Ætli hrygningin sé ekki mál málanna hjá bleikjunni núna og einhver ætisleit komist hreinlega ekki að. Ég veit að bleikjan var þarna því þær voru áberandi í logninu þar sem þær syntu fram og til baka í skálinni og stórar voru þær.
Blágresið blómstar nú um allt og það nýtti ég mér til að æfa mig á nýju myndavélina sem við hjónin fjárfestum í um daginn. Ég er bara nokkuð ánægður með útkomuna.

Commentaires